Fótbolti

FIFA rannsakar úrslit vináttuleikja

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA
Sepp Blatter, forseti FIFA
Fifa er að rannsaka úrslit tveggja vináttuleikja sem fóru fram í febrúar milli Lettlands og Bólivíu annarsvegar og Búlgaríu og Eistlands hinsvegar.

Leikirnir fóru báðir fram í borginni Antalya í Tyrklandi og var aðeins klukkustund milli leikjanna tveggja. Leikjunum lauk með 2-1 sigri Lettlands gegn Bólivíu og 2-2 jafntefli Búlgaríu og Eistlands.

Það sem vakti athygli FIFA var að er að öll mörkin sem skoruð voru komu úr vítaspyrnum. Fyrir báða leiki voru stórar upphæðir settar undir rétt fyrir leik og voru báðir leikir skipulagðir af sömu umboðsskrifstofu.

Aðeins nokkur ár eru síðan skandall kom upp í ítölsku deildinni Serie A þegar Juventus, Ac Milan, Fiorentina, Lazio og Reggina höfðu verið fundin sek um að velja sér dómara fyrir leiki og fór Juventus verst út úr því, meistaratitill þeirra var tekinn af þeim og þeir felldir um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×