Úrslitatímar í kirkjunni - aukin krafa um að biskup víki Erla Hlynsdóttir skrifar 22. júní 2011 08:55 Biskup sat í öndvegi á kirkjuþingi og vék ekki úr sal eða fór í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu Mynd Stefán „Nú stendur sterk krafa á okkur presta utan úr samfélaginu um það að afsegja biskup." Þetta kemur fram í nýjust færslu hjónabloggs prestanna Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur á Eyjunni sem ber titilinn: „Sorgir kirkjunnar."Óreiðuöflin fá aukið slagrými „Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma. Óskýr skilaboð biskupsins um brotthvarf úr embætti valda því að óreiðuöflin fá enn aukið slagrými og kirkjan okkar færist enn utar á jaðar hins góða lífs í vitund almennings," rita þau Bjarni og Jóna Hrönn. Ljóst er að nýafstaðið Kirkjuþing varð síður en svo til að lægja öldurnar innan þjóðkirkjunnar og viðbrögð séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, mikil vonbrigði hluta presta sem og annarra meðlima þjóðkirkjunnar.Þriðjungur presta vill biskup burt DV birtir í dag niðurstöður viðhorfskönnunar sem blaðið gerði meðal presta og er niðurstaðan að þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér. Um 70 prósent íslenskra presta svöruðu könnun DV sem var nafnlaus, og af þeim vilja 51,5 prósent að séra Karl segi af sér. Afar fáir prestar hafa undir nafni lýst því yfir að biskupinn þurfi að víkja. Sama dag og kirkjuþing stóð yfir sendi séra Sigríður Guðmarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvatti til afsagnar hans. Séra Örn Bárður Jónsson lýsti því sömuleiðis yfir aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann vildi biskupinn og alla forystu kirkjunnar frá. Þá fagnaði séra Kristín Þórunn Tómasdóttir bréfi hans í grein sem hún sendi á tölvupóstlista starfandi presta. Þó séra Bjarni og Jóna Hrönn taki ekki jafn djúpt í árinni virðast þau vel gera sér grein fyrri þeim vanda sem að kirkjunni steðjar. Þá gagnrýna þau einnig skipulag kirkjuþings í bloggi sínu.„Ætti að standa með sínum besta manni" „Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hóf atburðarásina með ræðu sinni þar sem hann gerði persónu herra Karls Sigurbjörnssonar að aðalatriði og fjallaði af tilfinningaþunga um þau spjótalög sem að honum hafi verið rétt utan úr samfélaginu og ekki síður innan úr kirkjunni og lét þess getið að kirkjunnar fólk ætti að standa með sínum besta manni en ekki leggja til hans."Gagnrýnni hugsun úthýst Þau segja að með þessum hætti hafi Pétur dregið upp mynd af kirkjunni sem biskupakirkju og flokkað þjóna kirkjunnar í tvo hópa, annan vinveittan en hinn ekki. „Hvort tveggja var óboðlegt," segja Bjarni og Jóna, og bæta við „Með aðferð sinni leitaðist Pétur við að móta andrúmsloft hjarðhegðunar þar sem gagnrýninni hugsun er úthýst og hún túlkuð sem fjandskapur. Rannsóknarskýrslan ber því vitni að aðferðin er gamalreynd og að hún virkar." Aðkoma biskups var heldur ekki til fyrirmyndar að þeirra mati. „Herra Karl Sigurbjörnsson ávarpaði einnig samkomuna, settist að því búnu í öndvegi og vék ekki úr sal eða í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu. Einnig það var óboðlegt."Bloggfærslu séra Bjarna og Jónu Hrannar má lesa hér í heild sinni. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
„Nú stendur sterk krafa á okkur presta utan úr samfélaginu um það að afsegja biskup." Þetta kemur fram í nýjust færslu hjónabloggs prestanna Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur á Eyjunni sem ber titilinn: „Sorgir kirkjunnar."Óreiðuöflin fá aukið slagrými „Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma. Óskýr skilaboð biskupsins um brotthvarf úr embætti valda því að óreiðuöflin fá enn aukið slagrými og kirkjan okkar færist enn utar á jaðar hins góða lífs í vitund almennings," rita þau Bjarni og Jóna Hrönn. Ljóst er að nýafstaðið Kirkjuþing varð síður en svo til að lægja öldurnar innan þjóðkirkjunnar og viðbrögð séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, mikil vonbrigði hluta presta sem og annarra meðlima þjóðkirkjunnar.Þriðjungur presta vill biskup burt DV birtir í dag niðurstöður viðhorfskönnunar sem blaðið gerði meðal presta og er niðurstaðan að þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér. Um 70 prósent íslenskra presta svöruðu könnun DV sem var nafnlaus, og af þeim vilja 51,5 prósent að séra Karl segi af sér. Afar fáir prestar hafa undir nafni lýst því yfir að biskupinn þurfi að víkja. Sama dag og kirkjuþing stóð yfir sendi séra Sigríður Guðmarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvatti til afsagnar hans. Séra Örn Bárður Jónsson lýsti því sömuleiðis yfir aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann vildi biskupinn og alla forystu kirkjunnar frá. Þá fagnaði séra Kristín Þórunn Tómasdóttir bréfi hans í grein sem hún sendi á tölvupóstlista starfandi presta. Þó séra Bjarni og Jóna Hrönn taki ekki jafn djúpt í árinni virðast þau vel gera sér grein fyrri þeim vanda sem að kirkjunni steðjar. Þá gagnrýna þau einnig skipulag kirkjuþings í bloggi sínu.„Ætti að standa með sínum besta manni" „Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hóf atburðarásina með ræðu sinni þar sem hann gerði persónu herra Karls Sigurbjörnssonar að aðalatriði og fjallaði af tilfinningaþunga um þau spjótalög sem að honum hafi verið rétt utan úr samfélaginu og ekki síður innan úr kirkjunni og lét þess getið að kirkjunnar fólk ætti að standa með sínum besta manni en ekki leggja til hans."Gagnrýnni hugsun úthýst Þau segja að með þessum hætti hafi Pétur dregið upp mynd af kirkjunni sem biskupakirkju og flokkað þjóna kirkjunnar í tvo hópa, annan vinveittan en hinn ekki. „Hvort tveggja var óboðlegt," segja Bjarni og Jóna, og bæta við „Með aðferð sinni leitaðist Pétur við að móta andrúmsloft hjarðhegðunar þar sem gagnrýninni hugsun er úthýst og hún túlkuð sem fjandskapur. Rannsóknarskýrslan ber því vitni að aðferðin er gamalreynd og að hún virkar." Aðkoma biskups var heldur ekki til fyrirmyndar að þeirra mati. „Herra Karl Sigurbjörnsson ávarpaði einnig samkomuna, settist að því búnu í öndvegi og vék ekki úr sal eða í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu. Einnig það var óboðlegt."Bloggfærslu séra Bjarna og Jónu Hrannar má lesa hér í heild sinni.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira