Úrslitatímar í kirkjunni - aukin krafa um að biskup víki Erla Hlynsdóttir skrifar 22. júní 2011 08:55 Biskup sat í öndvegi á kirkjuþingi og vék ekki úr sal eða fór í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu Mynd Stefán „Nú stendur sterk krafa á okkur presta utan úr samfélaginu um það að afsegja biskup." Þetta kemur fram í nýjust færslu hjónabloggs prestanna Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur á Eyjunni sem ber titilinn: „Sorgir kirkjunnar."Óreiðuöflin fá aukið slagrými „Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma. Óskýr skilaboð biskupsins um brotthvarf úr embætti valda því að óreiðuöflin fá enn aukið slagrými og kirkjan okkar færist enn utar á jaðar hins góða lífs í vitund almennings," rita þau Bjarni og Jóna Hrönn. Ljóst er að nýafstaðið Kirkjuþing varð síður en svo til að lægja öldurnar innan þjóðkirkjunnar og viðbrögð séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, mikil vonbrigði hluta presta sem og annarra meðlima þjóðkirkjunnar.Þriðjungur presta vill biskup burt DV birtir í dag niðurstöður viðhorfskönnunar sem blaðið gerði meðal presta og er niðurstaðan að þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér. Um 70 prósent íslenskra presta svöruðu könnun DV sem var nafnlaus, og af þeim vilja 51,5 prósent að séra Karl segi af sér. Afar fáir prestar hafa undir nafni lýst því yfir að biskupinn þurfi að víkja. Sama dag og kirkjuþing stóð yfir sendi séra Sigríður Guðmarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvatti til afsagnar hans. Séra Örn Bárður Jónsson lýsti því sömuleiðis yfir aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann vildi biskupinn og alla forystu kirkjunnar frá. Þá fagnaði séra Kristín Þórunn Tómasdóttir bréfi hans í grein sem hún sendi á tölvupóstlista starfandi presta. Þó séra Bjarni og Jóna Hrönn taki ekki jafn djúpt í árinni virðast þau vel gera sér grein fyrri þeim vanda sem að kirkjunni steðjar. Þá gagnrýna þau einnig skipulag kirkjuþings í bloggi sínu.„Ætti að standa með sínum besta manni" „Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hóf atburðarásina með ræðu sinni þar sem hann gerði persónu herra Karls Sigurbjörnssonar að aðalatriði og fjallaði af tilfinningaþunga um þau spjótalög sem að honum hafi verið rétt utan úr samfélaginu og ekki síður innan úr kirkjunni og lét þess getið að kirkjunnar fólk ætti að standa með sínum besta manni en ekki leggja til hans."Gagnrýnni hugsun úthýst Þau segja að með þessum hætti hafi Pétur dregið upp mynd af kirkjunni sem biskupakirkju og flokkað þjóna kirkjunnar í tvo hópa, annan vinveittan en hinn ekki. „Hvort tveggja var óboðlegt," segja Bjarni og Jóna, og bæta við „Með aðferð sinni leitaðist Pétur við að móta andrúmsloft hjarðhegðunar þar sem gagnrýninni hugsun er úthýst og hún túlkuð sem fjandskapur. Rannsóknarskýrslan ber því vitni að aðferðin er gamalreynd og að hún virkar." Aðkoma biskups var heldur ekki til fyrirmyndar að þeirra mati. „Herra Karl Sigurbjörnsson ávarpaði einnig samkomuna, settist að því búnu í öndvegi og vék ekki úr sal eða í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu. Einnig það var óboðlegt."Bloggfærslu séra Bjarna og Jónu Hrannar má lesa hér í heild sinni. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Nú stendur sterk krafa á okkur presta utan úr samfélaginu um það að afsegja biskup." Þetta kemur fram í nýjust færslu hjónabloggs prestanna Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur á Eyjunni sem ber titilinn: „Sorgir kirkjunnar."Óreiðuöflin fá aukið slagrými „Nú eru úrslitatímar í kirkjunni á Íslandi og þeir snúast ekki um persónu herra Karls eða nokkurs annars, heldur um það hvort okkur auðnist að vinda ofan af þeirri valdsmenningu sem lengi hefur verið þróuð við stjórn kirkjunnar en móta með okkur valdeflandi menningu þar sem hið góða samtal er iðkað og ólíkar raddir fá að hljóma. Óskýr skilaboð biskupsins um brotthvarf úr embætti valda því að óreiðuöflin fá enn aukið slagrými og kirkjan okkar færist enn utar á jaðar hins góða lífs í vitund almennings," rita þau Bjarni og Jóna Hrönn. Ljóst er að nýafstaðið Kirkjuþing varð síður en svo til að lægja öldurnar innan þjóðkirkjunnar og viðbrögð séra Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, mikil vonbrigði hluta presta sem og annarra meðlima þjóðkirkjunnar.Þriðjungur presta vill biskup burt DV birtir í dag niðurstöður viðhorfskönnunar sem blaðið gerði meðal presta og er niðurstaðan að þriðjungur þjóðkirkjupresta vill að biskup Íslands segi af sér. Um 70 prósent íslenskra presta svöruðu könnun DV sem var nafnlaus, og af þeim vilja 51,5 prósent að séra Karl segi af sér. Afar fáir prestar hafa undir nafni lýst því yfir að biskupinn þurfi að víkja. Sama dag og kirkjuþing stóð yfir sendi séra Sigríður Guðmarsdóttir frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvatti til afsagnar hans. Séra Örn Bárður Jónsson lýsti því sömuleiðis yfir aðsendri grein í Fréttablaðinu að hann vildi biskupinn og alla forystu kirkjunnar frá. Þá fagnaði séra Kristín Þórunn Tómasdóttir bréfi hans í grein sem hún sendi á tölvupóstlista starfandi presta. Þó séra Bjarni og Jóna Hrönn taki ekki jafn djúpt í árinni virðast þau vel gera sér grein fyrri þeim vanda sem að kirkjunni steðjar. Þá gagnrýna þau einnig skipulag kirkjuþings í bloggi sínu.„Ætti að standa með sínum besta manni" „Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hóf atburðarásina með ræðu sinni þar sem hann gerði persónu herra Karls Sigurbjörnssonar að aðalatriði og fjallaði af tilfinningaþunga um þau spjótalög sem að honum hafi verið rétt utan úr samfélaginu og ekki síður innan úr kirkjunni og lét þess getið að kirkjunnar fólk ætti að standa með sínum besta manni en ekki leggja til hans."Gagnrýnni hugsun úthýst Þau segja að með þessum hætti hafi Pétur dregið upp mynd af kirkjunni sem biskupakirkju og flokkað þjóna kirkjunnar í tvo hópa, annan vinveittan en hinn ekki. „Hvort tveggja var óboðlegt," segja Bjarni og Jóna, og bæta við „Með aðferð sinni leitaðist Pétur við að móta andrúmsloft hjarðhegðunar þar sem gagnrýninni hugsun er úthýst og hún túlkuð sem fjandskapur. Rannsóknarskýrslan ber því vitni að aðferðin er gamalreynd og að hún virkar." Aðkoma biskups var heldur ekki til fyrirmyndar að þeirra mati. „Herra Karl Sigurbjörnsson ávarpaði einnig samkomuna, settist að því búnu í öndvegi og vék ekki úr sal eða í áheyrnarsæti þótt persóna hans og embættisverk væru til umræðu. Einnig það var óboðlegt."Bloggfærslu séra Bjarna og Jónu Hrannar má lesa hér í heild sinni.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira