Joe Cole tryggði Liverpool sigur - Tottenham og City unnu bæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 16:57 Adam Johnson fagnar hér sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Tottenham héldu bæði sínu striki með eins marks sigrum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City komst upp að hlið Manchester United á toppnum með sigri á Blackpool og Tottenham fór upp fyrir Chelsea með sigri á Fulham. Joe Cole tryggði Liverpool 2-1 sigur á Bolton með potmarki af stuttu færi í uppbótartíma. Manchester City vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Blackpool. Adam Johnson skoraði sigurmarkið á 34. mínútu með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Tveimur mínútum síðar gat Carlos Tevez bætt við marki. Yaya Toure var þá felldur en Tevez skaut framhjá úr vítinu. Gareth Bale tryggði Tottenham 1-0 sigur á Fulham með skallamarki á 42. mínútu sem kom eftir aukaspyrnu frá Hollendingnum Raphael van der Vaart. Joe Cole tryggði Liverpool 2-1 sigur á Bolton í hugsanlega síðasta leik liðsins undir stjórn Roy Hodgson. Liverpool lék mun betur en í tapleiknum á móti Wolves en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Kevin Davies nýtti sér sofandahátt í vörn Liverpool rétt fyrir hálflek með því að skalla aukaspyrnu Matt Taylor inn af fjærstöng. Fernando Torres jafnaði metin eftir aðeins rúmar þriggja mínútna leik í seinni hálfleik eftir að hann afgreiddi vel frábæra vippu Steven Gerrard inn í teiginn. Joe Cole kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið af stuttu færi í uppbótartíma. Kenwyne Jones fagnar marki sínu.Mynd/Nordic Photos/GettyWest Ham vann 2-0 heimasigur á Úlfunum í botnslag deildarinnar og kom sér fyrir vikið upp úr botnsætinu. Robert Green varði nokkrum sinnum frábærlega frá sóknarmönnum Wolves áður en Roland Zubar varð fyrir því að skora sjálfsmark eftir að Carlton Cole missti af fyrirgjöf Frederic Piquionne. Freddie Sears innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik. West Ham fór upp úr fallsæti og alla leið upp í 15. sætið með þessum sigri. Stoke var búið að tapa heimaleikjum á móti bæði Blackpool og Fulham að undanförnu en snéri við blaðinu með 2-0 heimasigri á Everton. Kenwyne Jones skoraði fyrra markið með skalla eftir glæsilegan undirbúning Matt Etherington en seinna markið var sjálfsmark Phil Jagielka. Danny Welbeck og Darren Bent komu Sunderland í 2-0 á fyrstu 19 mínútunum á móti Blackburn og læirsveinar Steve Bruce komust aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Asamoah Gyan skoraði síðan þriðja markið undir lokin og innsiglaði 3-0 sigur. Gareth Bale fagnar sigurmarki sínu.Mynd/APÚrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Liverpool-Bolton 2-1 0-1 Kevin Davies (43.), 1-1 Fernando Torres (49.)Man City-Blackpool 1-0 1-0 Adam Johnson (34.)Stoke-Everton 2-0 1-0 Kenwyne Jones (23.), 2-0 Sjálfsmark Phil Jagielka (69.)Sunderland-Blackburn 3-0 1-0 Danny Welbeck (11.), 2-0 Darren Bent (19.), 3-0 Asamoah Gyan (89.)Tottenham-Fulham 1-0 1-0 Gareth Bale (42.)West Brom-Man Utd 1-2 0-1 Wayne Rooney (3.), 1-1 James Morrison (14.), 1-2 Javier Hernández (75.) West Ham-Wolves 2-0 1-0 Sjálfsmark Ronald Zubar (51.), 2-0 Freddie Sears (79.) Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Manchester City og Tottenham héldu bæði sínu striki með eins marks sigrum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Manchester City komst upp að hlið Manchester United á toppnum með sigri á Blackpool og Tottenham fór upp fyrir Chelsea með sigri á Fulham. Joe Cole tryggði Liverpool 2-1 sigur á Bolton með potmarki af stuttu færi í uppbótartíma. Manchester City vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Blackpool. Adam Johnson skoraði sigurmarkið á 34. mínútu með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og í netið. Tveimur mínútum síðar gat Carlos Tevez bætt við marki. Yaya Toure var þá felldur en Tevez skaut framhjá úr vítinu. Gareth Bale tryggði Tottenham 1-0 sigur á Fulham með skallamarki á 42. mínútu sem kom eftir aukaspyrnu frá Hollendingnum Raphael van der Vaart. Joe Cole tryggði Liverpool 2-1 sigur á Bolton í hugsanlega síðasta leik liðsins undir stjórn Roy Hodgson. Liverpool lék mun betur en í tapleiknum á móti Wolves en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Kevin Davies nýtti sér sofandahátt í vörn Liverpool rétt fyrir hálflek með því að skalla aukaspyrnu Matt Taylor inn af fjærstöng. Fernando Torres jafnaði metin eftir aðeins rúmar þriggja mínútna leik í seinni hálfleik eftir að hann afgreiddi vel frábæra vippu Steven Gerrard inn í teiginn. Joe Cole kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið af stuttu færi í uppbótartíma. Kenwyne Jones fagnar marki sínu.Mynd/Nordic Photos/GettyWest Ham vann 2-0 heimasigur á Úlfunum í botnslag deildarinnar og kom sér fyrir vikið upp úr botnsætinu. Robert Green varði nokkrum sinnum frábærlega frá sóknarmönnum Wolves áður en Roland Zubar varð fyrir því að skora sjálfsmark eftir að Carlton Cole missti af fyrirgjöf Frederic Piquionne. Freddie Sears innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik. West Ham fór upp úr fallsæti og alla leið upp í 15. sætið með þessum sigri. Stoke var búið að tapa heimaleikjum á móti bæði Blackpool og Fulham að undanförnu en snéri við blaðinu með 2-0 heimasigri á Everton. Kenwyne Jones skoraði fyrra markið með skalla eftir glæsilegan undirbúning Matt Etherington en seinna markið var sjálfsmark Phil Jagielka. Danny Welbeck og Darren Bent komu Sunderland í 2-0 á fyrstu 19 mínútunum á móti Blackburn og læirsveinar Steve Bruce komust aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Asamoah Gyan skoraði síðan þriðja markið undir lokin og innsiglaði 3-0 sigur. Gareth Bale fagnar sigurmarki sínu.Mynd/APÚrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Liverpool-Bolton 2-1 0-1 Kevin Davies (43.), 1-1 Fernando Torres (49.)Man City-Blackpool 1-0 1-0 Adam Johnson (34.)Stoke-Everton 2-0 1-0 Kenwyne Jones (23.), 2-0 Sjálfsmark Phil Jagielka (69.)Sunderland-Blackburn 3-0 1-0 Danny Welbeck (11.), 2-0 Darren Bent (19.), 3-0 Asamoah Gyan (89.)Tottenham-Fulham 1-0 1-0 Gareth Bale (42.)West Brom-Man Utd 1-2 0-1 Wayne Rooney (3.), 1-1 James Morrison (14.), 1-2 Javier Hernández (75.) West Ham-Wolves 2-0 1-0 Sjálfsmark Ronald Zubar (51.), 2-0 Freddie Sears (79.)
Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira