Lífið

Í fyrsta sinn opinberlega

Edda flytur djassskotna tónlist sína opinberlega í fyrsta sinn í kvöld.
Edda flytur djassskotna tónlist sína opinberlega í fyrsta sinn í kvöld.
Edda Borg flytur sína eigin djassskotnu tónlist í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Hún hefur rekið Tónskóla Eddu Borgar og sungið bakraddir með mörgum af fremstu tónlistarmönnum Íslands í gegnum tíðina. Hún hefur að sama skapi ekki látið mikið að sér kveða sem lagahöfundur.

 

Eftir tónleikana verður tónlist Eddu tekin upp og áætlað er að plata komi út með haustinu. Með henni á sviðinu í kvöld verða þeir Agnar Már Magnússon, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Erik Qvick og Sigurður Flosason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.