Lífið

Námskeið í trommuleik

Halldór Lárusson sér um námskeiðið ásamt Einari Scheving.
Halldór Lárusson sér um námskeiðið ásamt Einari Scheving.
Beat-Camp námskeið fyrir trommuleikara verður haldið í Skálholtsskóla í Biskupstungum 17. til 19. júní. Í námskeiðinu er blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik, skemmtun og trommunördaskap frá morgni til kvölds.

 

„Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra við mjög góðar undirtektir. Við ætlum að gera þetta að árlegum viðburði,“ segir trommarinn Halldór Lárusson, sem sér um námskeiðið ásamt Einari Scheving. Námskeiðsgjald er 58 þúsund krónur og er aldurstakmark sextán ár. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Trommari.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.