Erlent

Dæmdur í fangelsi fyrir dónalegt húðflúr

Manninum brá illilega þegar hann sá nýja húðflúrið sitt.
Manninum brá illilega þegar hann sá nýja húðflúrið sitt.
Dómari í áströlsku borginni Ipswich dæmdi á dögunum mann í fangelsi fyrir undarlegar sakir. Maðurinn húðflúrar fólk í hjáverkum og þegar kúnni kom til hans og bað hann um kínverska táknið Ying og Yang hófst hann handa. En þegar hann var nýbyrjaður virðist hann hafa móðgast hressilega vegna einhvers sem kúnninn sagði og í stað þess að flúra táknið ákvað hann að teikna stærðarinnar getnaðarlim á bak mannsins.

Hann bætti við nokkrum orðum þar sem sagði að viðkomandi væri samkynhneigður. Þegar verkinu var lokið setti hann umbúðir á flúrið og sagði manninum að hann mætti ekki taka þær af í nokkra daga. Hann sýndi þó vini sínum verkið stoltur daginn eftir og þá kom sannleikurinn í ljós.

Dómarinn tók hart á flúraranum og dæmdi hann í tólf mánaða fangelsi. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir og því þarf hann að sitja inni fyrir gjörninginn. Eftir að málið komst í hámæli í Ástralíu bauðst önnur húðflúrstofa til þess að flúra yfir typpatattú fórnarlambsins endurgjaldslaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×