Erlent

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins hafin

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins er hafin. Í dag munu þau Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti funda til að ná samkomulagi um leiðir til að berja niður skuldakreppuna sem ríkt hefur á evrusvæðinu.

Þau tvö munu síðan leggja fram tillögur sínar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins sem haldinn verður á föstudaginn kemur. Reiknað er með að þau leggi til breytingar á sáttmála Evrópusambandsins og nánari samvinnu á sviði fjárlagagerðar meðal aðildarlandanna.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende er haft eftir Olli Rehn efnahagsstjóra framkvæmdanefndar sambandsins að framtíð evrunnar sé í húfi og þar með hin efnahagsleg endurreisn Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×