Erlent

Neyðarástand í Perú vegna gullnámu

Ollanta Humala forseti Perú hefur lýst yfir neyðarástandi í norðurhluta landsins þar sem bitur mótmæli hafa staðið yfir gegn nýrri gullnámu í héraðinu Cajamarca.

Mótmælin hafa farið vaxandi undandarnar vikur og hafa mótmælendur særst í átökum við lögregluna.

Íbúar á svæðinu segja að hin nýja gullnáma muni eyðileggja vatnsból sín. Bandaríska fyrirtækið Newmont sem byggir námuna hefur tímabundið hætt framkvæmdum vegna mótmælanna. Þar að auki er talið að mengun frá námunni muni skaða landbúnaðarframleiðsluna í Cajamarca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×