Erlent

Flokkur Putin hélt meirihluta sínum í Dúmunni

Úrslit þingkosninganna í Rússlandi eru áfall fyrir Valdimir Putin forsætisráðherra Rússlands og flokk hans Sameinað Rússland. Þegar búið er að telja yfir 90% atkvæða er samt ljóst að flokkurinn heldur meirihluta sínum í Dúmunni, neðri deild þingsins.

Sem stendur hefur Sameinað Rússland fengið rétt yfir 50% atkvæða en flokkurinn fékk 64% í kosningunum 2007. Flokkurinn hefur náð 238 þingsætum af þeim 450 sem kosið var um.

Sigurvegari kosninganna er Kommúnistaflokkurinn sem tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og er með um 20% atkvæða.

Flokkurinn Réttlátt Rússland er með 13% atkvæða og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn tæp 12%. Aðrir flokkar koma ekki manni á þing. Endanleg úrslit verða kynnt síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×