Erlent

Má áfrýja til Hæstaréttar

Julian Assange
Julian Assange
Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefsins WikiLeaks, er heimilt að áfrýja til Hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun breskra dómstóla að hann verði framseldur til Svíþjóðar. Yfirréttur í London komst að þessari niðurstöðu í dag. Assange hefur hingað til haldið sig í Bretlandi og varist framsalsbeiðninni fyrir breskum dómstólum. Assange var kærður fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum í Svíþjóð í fyrra og vilja sænsk yfirvöld yfirheyra hann vegna kærunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×