Erlent

Norðmenn í smjörklípu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er mikill skortur á smjöri í Noregi.
Það er mikill skortur á smjöri í Noregi. mynd/ getty.
Hálft kíló af smjöri er selt á 300 norskar krónur á Internetinu í Noregi. Ástæðan er sú að Norðmenn skortir hreinlega smjör fyrir jólin. Þar hefur smjör verið ofnotað gríðarlega og eftirspurnin verið margfalt meiri en framboðið á því.

Norska blaðið VG segir að mjólkurkvótinn, sem setur takmörk við því hversu mikla mjólk hver bóndi má framleiða, og umframeftirspurnin hafi gert það að verkum að nú sé ekkert smjör að finna í verslununum. Líkt og búast má við í slíkum aðstæðum blómstrar svartamarkaðurinn.

300 norskar krónur, sem fólki bauðst að greiða fyrir smjörstykkið, jafngildir 6000 íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×