Erlent

Seta eykur fitumyndun

Gefen sagði að þeir sem héldu vel utanum mataræði sitt þyrftu einnig að fylgjast með setu sinni.
Gefen sagði að þeir sem héldu vel utanum mataræði sitt þyrftu einnig að fylgjast með setu sinni. mynd/AFP
Nýleg rannsókn gefur til kynna að langvarandi þrýstingur á rasskinnar og mjaðmir geti orsakað allt að 50% meiri fitu á þessum stöðum.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Cell Physiology. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við háskólann í Tel Aviv. Vísindamennirnir rannsökuðu segulsneiðmyndir af lömuðum einstaklingum. Þeir komust að því að fitumyndun var mikil á þeim svæðum sem þrýstingurinn var hvað mestur. Í kjölfarið komust vísindamennirnir að því að fitufrumur sem væru undir sífelldu álagi voru mun líklegri til að framleiða meiri fljótandi fitu en fiturfrumur sem voru undir eðlilegu álagi.

Í viðtali við fréttablaðið Telegraph sagði Amit Gefen, einn af stjórnendum rannsóknarinnar, að nú væri ljóst að við þurfum bæði að fylgjast með neyslu kaloría og umhverfi okkar.

Þrátt fyrir að rannsóknin hafi einblínt á öfgakenndar aðstæður þá segir Gefen að niðurstöðurnar hafi einnig mikilvægi fyrir þá sem ekki eru bundnir við hjólastjóla.

Gefen sagði að þeir sem héldu vel utanum mataræði sitt þyrftu einnig að fylgjast með setu sinni. Til lengri tíma litið geti setan nefnilega haft mikil áhrif á mittisstrenginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×