Erlent

Stærðfræðikennari handtekinn fyrir amfetamínframleiðslu

Mál Kristy minnir óneitanlega á sjónvarpsþáttinn Breaking Bad.
Mál Kristy minnir óneitanlega á sjónvarpsþáttinn Breaking Bad. mynd/AMC
Irina Kristymynd/Boston University
Aldraður stærðfræðikennari í Boston var handtekinn í síðasta mánuði. Hún er grunuð um að hafa framleitt metamfetamín ásamt syni sínum.

Hin 74 ára gamla Irina Kristy er virtur stærðfræðingur og hefur kennt við háskólann í Boston síðustu misseri.

Kristy var handtekinn á heimili sínu í gær ásamt syni sínum. Á heimili þeirra fundust fimm flöskur af metamfetamíni sem mæðginin höfðu bruggað í heimagerðri tilraunastofu.

Nemendur Kristy lýsa henni sem ljúfri en þó annarshugar.

Ekki er vitað hvernig það kom til að Kristy byrjaði að framleiða metamfetamín. Mál hennar minnir þó á sjónvarpsþáttinn Breaking Bad. Þátturinn fjallar um miðaldra efnafræðikennara sem framleiðir metamfetamín ásamt fyrrverandi nemanda sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×