Enski boltinn

Dalglish: Nýttum ekki færin okkar

Kenny í þungum þönkum í kvöld.
Kenny í þungum þönkum í kvöld.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sagði að leikmenn liðsins gætu ekki vorkennt sjálfum sjálfum sér eftir tapið gegn Fulham í kvöld.

"Við spiluðum ekki eins vel og við getum en við hefðum samt getað fengið eitthvað úr þessum leik. Við nýttum samt ekki færin okkar og getum því ekki vorkennt sjálfum okkur. Ég er samt ánægður að við skildum halda áfram að pressa eftir að við lentum manni undir," sagði Dalglish en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem Spearing fékk?

"Hann vann boltann en það fór eitthvað í dómarann hvernig hann fylgdi eftir.  Stundum er það rautt og stundum ekki.  Vandamálið er að það er lítið samræmi í því hvernig dómarar taka á svona málum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×