Erlent

Vísindamenn uppgötva nýja Jörð

Tölvuteikning af plánetunni Kepler-22bþ
Tölvuteikning af plánetunni Kepler-22bþ mynd/NASA
Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna telja sig hafa fundið plánetu sem sé afar lík Jörðinni. Plánetan er í hentugri fjarlægð frá fylgdarstjörnu sinni og er í ákjósanlegri stærð.

Plánetan er kölluð Kepler-22b og er tvöfalt stærri en Jörðin. Kepler-22b er í 600 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kepler sjónaukinn finnur plánetu sem er staðsett á svokölluðu Gullbráar-svæði. Slík staðsetning ræður úrslitum um hvort að líf geti myndast á plánetunni.

Hingað til hafa vísindamenn hjá NASA fundið tvær plánetur á Gullbráar-svæðinu en við nánari athugun reyndust þær vera of nálægt fylgdarstjörnu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×