Lífið

Fox hætti út af kynþokkanum

Konurnar hans Bay Labeouf segir að Megan Fox hafi ekki hugnast starfsaðferðir Michaels Bay og því hafi hún hætt í Transformers. Victoria‘s Secret-fyrirsætan Rosie Huntington Whitley hefur tekið við keflinu af Fox.
Konurnar hans Bay Labeouf segir að Megan Fox hafi ekki hugnast starfsaðferðir Michaels Bay og því hafi hún hætt í Transformers. Victoria‘s Secret-fyrirsætan Rosie Huntington Whitley hefur tekið við keflinu af Fox.
Shia Labeouf, stjarnan úr Transformers-myndunum, hefur útskýrt af hverju Megan Fox hvarf á braut úr myndaflokknum. Henni hugnaðist víst ekki að leika hálfgerða kynlífsdúkku eins og leikstjórinn Michael Bay vildi láta hana líta út fyrir að vera á hvíta tjaldinu.

Þær sögusagnir hafa gengið að Fox hafi verið rekin úr hlutverkinu sökum þess að hún hafi verið ódæl og ekki sýnt leikstjóranum Michael Bay nægilega virðingu í viðtölum. Labeouf, sem hefur löngum verið þekktur fyrir að láta allt flakka í viðtölum, tekur upp hanskann fyrir fyrrum samstarfskonu sína í viðtali við Los Angeles Times og sendir leikstjóranum Bay tóninn í nýlegu viðtali. Labeouf segir Bay vera eilítið taktlausan þegar komi að kvikmyndatökum og hann hafi ekki alveg verið nógu nærgætinn við hina ungu og óreyndu Fox. „Sumum finnst Bay vera svolítið dónalegur kvikmyndagerðarmaður miðað við hvernig hann festir konur á filmu.

Hann vill að konur höfði til kynhvata sextán ára pilta og Fox leið aldrei vel með það. Hún var algjörlega óþekkt en var svo bara skellt fyrir framan tökuvélarnar og sagt að hún væri kynþokkafyllsta kona heims. Og hún átti erfitt með að sætta sig við það. Þegar Bay vildi að hún gerði ákveðna hluti þá var aldrei neinn tími til að fara fínt í hlutina heldur var bara vaðið áfram. Og þannig er Bay bara.“

Labeouf hrósar hins vegar nýjustu mótleikkonu sinni, Rosie Huntington-Whitley. Hún hafi verið betur undirbúin undir hlutverk sem á að vera löðrandi í kynþokka. „Hún er auðvitað með þessa Victoria‘s Secret-reynslu þannig að henni leið alltaf vel með sitt. Hún veit alveg hvað Bay er að hugsa og það breytti auðvitað allri stemningunni á tökustaðnum.“

asdf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.