Erlent

Trúarleiðtogi jarðsettur í glerkistu - jarðarförin í beinni

Fjöldi fólks vottaði hinum látna virðingu sína
Fjöldi fólks vottaði hinum látna virðingu sína Mynd: AFP PHOTO / HO / ANDHRA PRADESH GOVERNMENT
Indverski trúarleiðtoginn Sathya Sai Baba var jarðaður í dag, eftir að lík hans hafði verið til sýnis við trúarhof hans í þrjá daga.

Sai Baba var 84 ára gamall en hann lést á sunnudag eftir langvinn veikindi.

Samkvæmt siðum hindúa eru þeir yfirleitt brenndir eftir andlátið. Heilagir menn, hins vegar, eru jarðsettir.

Fréttastofan Sky News greinir frá því að þúsundir hafi vottað Sai Baba virðingu sína við jarðarförina, þar á meðal trúarleiðtogar annarra trúarbragða, svo sem kristni og íslam, sem héldu þar tölu.

Athöfnin hófst hins vegar á því að 21 hermaður skaut af byssu, Sai Baba til heiðurs. Henni var sjónvarpað í beinni útsendingu.

Sai Baba var jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Puttaparthi sem er um 200 kílómetra norður af Bangalore.

Hann var einhleypur og barnlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×