Erlent

Geislavirkt vatn lekur í Kyrrahafið

Sprengin sem varð í kjarnaofninum eftir jarðskjálftann.
Sprengin sem varð í kjarnaofninum eftir jarðskjálftann.
Geislavirkt vatn lekur nú í Kyrrahafið úr tuttugu sentimetra sprungu í tanki við kjarnakljúf tvö í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan.

Forsvarsmenn TEPCO, rekstaraðila versins, segja lekann vera ástæðu þess að mikil geislavirkni hefur mælst í hafinu við Japansstrendur.

Starfsmenn versins vinna nú hörðum höndum við að stöðva lekann, með því að dæla steinsteypu í tankinn.

Kjarnorkustofnun Japans telur er að fleiri sprungur gætu leynst á svæðinu og mikilvægt sé að finna þær sem fyrst svo hægt sé að stöðva alla leka á geislavirku efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×