Elísabet Bretadrottning fagnar áttatíu og fimm ára afmæli sínu í dag. Hún hefur ríkt sem drottning í 59 ár eða síðan í febrúar 1952.
Elísabet mun halda upp á daginn með messu í Westminister Abbey. Ein af afmælisgjöfum Elísabetar er stafræn myndavél sem inniheldur fimmtán þúsund teikningar barna af drottningunni.
Þá er undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið nú í hámarki og munu prestar og kórsöngvarar í brúðkaupinu nota páskaathöfnina sem æfingu fyrir stóru stundina 29.apríl næstkomandi.
Elísabet á afmæli í dag
