Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Michael Vick, fjórum árum eftir að fyrirtækið rak Vick vegna vandræða utan vallar.
Vick var hent í fangelsi í tæp tvö ár fyrir að standa að hundaati. Hann var þá á risasamningi hjá Nike.
Leikmanninum hefur gengið vel að endurbyggja ímynd sína eftir að hann kom úr steininum og Nike hefur nú ákveðið að fyrirgefa leikmanninum.
"Michael vill hafa jákvæð áhrif á unga fólkið. Hann viðurkennir sín mistök og hefur lært af þeim. Við styðjum þær jákvæðu breytingar sem hann hefur gert á lífi sínu," segir í yfirlýsingu frá Nike.
Nike búið að fyrirgefa Vick
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
