Erlent

Sumir sjá alltaf björtu hliðarnar

Húðflúrið er óneitanlega vel gert.
Húðflúrið er óneitanlega vel gert. mynd/Valio Ska
Maður sem missti handlegg í lestarslysi lét húðflúra höfrungshöfuð á stubbinn.

Heine Braeck var orðinn þreyttur á því að horfa sárið. Hann fékk því húðflúrara til að fríska upp á stubbinn og þeir komust að því að sárið liti út eins og höfrungs höfuð.

Braeck segir að húðflúrið hafi vakið mikla hrifningu í vinahópnum og hann sé hæst ánægður með útkomuna.

Hægt er að sjá fleiri myndir af húðflúrinu ásamt umfjöllun The Daily Mail hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×