Gleymdi aldrei sögunni 11. desember 2011 07:00 „Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um nýútkomna skáldsögu sína. fréttablaðið/anton Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni. „Sagan er skrifuð inn í íslenskan veruleika á tímabilinu desember 2009 fram á vor 2010 og endurspeglar margt af því sem fólk var að velta fyrir sér á þessum tíma. Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um skáldsögu sína Samhengi hlutanna sem er nýkomin út. Þetta er önnur skáldsaga Sigrúnar fyrir fullorðna lesendur, en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1989 fyrir bókina Silfur Egils og sendi frá sér skáldsöguna Feimnismál árið 2006. Í upphafi Samhengis hlutanna lætur blaðakonan Hulda, sem búsett er í London, lífið í umferðarslysi. Hulda hafði fjallað á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund og var langt komin með bók um bankahrunið. Sambýlismaður Huldu er listamaðurinn Arnar, sögumaður bókarinnar, sem fær heimsókn frá blaðamanninum Ragga, gömlum vini Huldu. Saman halda þeir Arnar og Raggi rannsóknum Huldu áfram og rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi. „Undirtitillinn er Skáldsaga um áleitinn raunveruleika og ég vona að bókin sé einmitt það. Nokkurs konar spennandi ferðasaga um þennan raunveruleika,“ segir höfundurinn. Sigrún, sem sjálf er búsett í London og er þekkt fyrir gagnrýna pistla sína í Ríkisútvarpinu sem fjalla oftar en ekki um efnahagsmál, rekur tilurð bókarinnar aftur til ársins 2006. „Þá fékk ég þá hugmynd að skrifa sögu þar sem íslenska útrásin yrði í bakgrunni. Ég hætti við það og fór að fást við aðra hluti, en gleymdi þó aldrei sögunni og tók hana aftur upp vorið 2009. Þá hafði viðskiptalífið skipt um ham og útrásin orðin að hruni. Þar sem ég bjó erlendis hafði ég kannski aðra sýn á það sem var að gerast á Íslandi. Mér þótti það mjög athyglisvert og upplagt efni í íslenska samtímaskáldsögu,“ segir Sigrún. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni. „Sagan er skrifuð inn í íslenskan veruleika á tímabilinu desember 2009 fram á vor 2010 og endurspeglar margt af því sem fólk var að velta fyrir sér á þessum tíma. Sögumaðurinn er Íslendingur sem býr í útlöndum og sér aðstæður því utan frá,“ segir Sigrún Davíðsdóttir um skáldsögu sína Samhengi hlutanna sem er nýkomin út. Þetta er önnur skáldsaga Sigrúnar fyrir fullorðna lesendur, en hún hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 1989 fyrir bókina Silfur Egils og sendi frá sér skáldsöguna Feimnismál árið 2006. Í upphafi Samhengis hlutanna lætur blaðakonan Hulda, sem búsett er í London, lífið í umferðarslysi. Hulda hafði fjallað á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund og var langt komin með bók um bankahrunið. Sambýlismaður Huldu er listamaðurinn Arnar, sögumaður bókarinnar, sem fær heimsókn frá blaðamanninum Ragga, gömlum vini Huldu. Saman halda þeir Arnar og Raggi rannsóknum Huldu áfram og rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi. „Undirtitillinn er Skáldsaga um áleitinn raunveruleika og ég vona að bókin sé einmitt það. Nokkurs konar spennandi ferðasaga um þennan raunveruleika,“ segir höfundurinn. Sigrún, sem sjálf er búsett í London og er þekkt fyrir gagnrýna pistla sína í Ríkisútvarpinu sem fjalla oftar en ekki um efnahagsmál, rekur tilurð bókarinnar aftur til ársins 2006. „Þá fékk ég þá hugmynd að skrifa sögu þar sem íslenska útrásin yrði í bakgrunni. Ég hætti við það og fór að fást við aðra hluti, en gleymdi þó aldrei sögunni og tók hana aftur upp vorið 2009. Þá hafði viðskiptalífið skipt um ham og útrásin orðin að hruni. Þar sem ég bjó erlendis hafði ég kannski aðra sýn á það sem var að gerast á Íslandi. Mér þótti það mjög athyglisvert og upplagt efni í íslenska samtímaskáldsögu,“ segir Sigrún. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira