Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi Karen Kjartansdóttir skrifar 18. janúar 2011 20:07 Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira