Innlent

Perlan til sölu?

Perlan er ein þeirra fasteigna sem kemur til greina að verði seld.
Perlan er ein þeirra fasteigna sem kemur til greina að verði seld.
Í aðgerðaráætlun Orkuveitunnar sem kynnt var á ársfundi hennar í dag kemur meðal annars fram áætluð fækkun starfsmanna um 90 á tímabilinu 2011-2016 en starfsmannafjöldi fyrirtækisins hefur þegar lækkað úr 607 í 495 frá árinu 2008.

Þá er stefnt að sölu eigna fyrir 10 milljarða króna á tímabilinu en allar eignir utan kjarnastarfsemi Orkuveitunnar munu koma til skoðunar, þar á meðal Perlan og höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1.

Fyrr á árinu var gjaldskrá fráveitu hækkuð um 45%, eða um 1.000 krónum á 100 fermetra íbúð, auk þess sem gjaldskrá hitaveitu hækkaði um 8% eða 500 krónur.

Ástæðan fyrir aðgerðaráætluninni er þörf Orkuveitunnar til að brúa fjárþörf að upphæð um 50 milljarða króna en í kynningu Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar, kom fram að engin lán fengjust á erlendum lánamörkuðum á tímabilinu sem áætlunin nær yfir.

Þá verður fráveituframkvæmdum sem áttu að hefjast á næsta ári frestað til ársins 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×