Lífið

Sena nælir í ævisögu Hemma Gunn

Sena hyggst gefa út ævisögu Hemma Gunn. Óljóst er þó hvort það verður á þessu ári eða því næsta.
Sena hyggst gefa út ævisögu Hemma Gunn. Óljóst er þó hvort það verður á þessu ári eða því næsta.
„Já, ég get staðfest að við höfum náð munnlegu samkomulagi við Hemma Gunn um að gefa út ævisöguna hans. Hvort það verður fyrir þetta ár eða það næsta kemur síðan bara í ljós. Nú erum við bara að reyna að finna rétta manninn til að skrásetja söguna,“ segir Jón Þór Eyþórsson, deildarstjóri bókadeildar útgáfufélagsins Senu. Það hefur nú bundist fastmælum við einn ástsælasta sjónvarps- og útvarpsmann landsins um að gefa út ævisögu hans. Jón Þór gat ekki gefið upp neinar aðrar upplýsingar og sagði þetta eiga eftir að skýrast á næstunni.

 

Ævisögu Hemma hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu, svo vægt sé til orða tekið. Hermann er einn af fáum sem hafa leikið með bæði handbolta- og fótboltalandsliðinu, hann var atvinnumaður um tíma í Austurríki en eftir að hann sneri sér að sjónvarpinu hefur hann verið órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðarsálinni. Hann stjórnaði vinsælasta sjónvarpsþætti landsins, Á tali, og hefur auk þess verið með þætti á borð við Í sjöunda himni og Taktu lagið á Stöð 2.

 

Hermann sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum að hann væri að leggja drög að ævisögu sinni og bætti við að einhverjir ættu eftir að svitna við þau tíðindi. Biðin eftir bókinni er því loksins farin að styttast í annan endann. Ekki náðist í Hemma við skrif þessarar fréttar en samkvæmt Fésbókarsíðu hans er útvarpsmaðurinn staddur erlendis.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.