Bakland Guðmundar óánægðir Evrópusinnar í Framsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 12:00 Guðmundur Steingrímsson ásamt Guðna Ágústssyni, fyrrverandi formanni flokksins, þegar allt lék í lyndi. Guðni tilheyrir ekki baklandi Guðmundar, og er ekki á leið úr Framsókn. Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar. Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar.
Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49
Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46
Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00