Bakland Guðmundar óánægðir Evrópusinnar í Framsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 12:00 Guðmundur Steingrímsson ásamt Guðna Ágústssyni, fyrrverandi formanni flokksins, þegar allt lék í lyndi. Guðni tilheyrir ekki baklandi Guðmundar, og er ekki á leið úr Framsókn. Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar. Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar.
Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49
Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46
Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent