Lífið

Íslensk tíska setur sitt mark á Leifsstöð

Á tískusýningunni í gær voru sýndir kjólar og skór frá Kronkron og fleiri merkjum sem nú fást í flugstöðinni.
Á tískusýningunni í gær voru sýndir kjólar og skór frá Kronkron og fleiri merkjum sem nú fást í flugstöðinni.
Vegleg veisla var haldin í gær í tískuvöruversluninni Dutyfree Fashion þegar hún opnaði aftur eftir endurbætur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verslunin var stækkuð verulega og var íslensk hönnun sett í forgrunn. Íslensku merkin fá nú að njóta sín í botn fyrir áhugasama ferðalanga sem reka inn nefið.

„Áhugi á íslenskri hönnun aukist mikið undanfarin ár bæði hjá íslenskum og erlendum farþegum. Við erum að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar um fjölbreytta íslenska hönnun,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.

Verslunin bætti við sig nokkrum íslenskum merkjum og fást þar nú vörur frá Farmers Market, KronKron, Spiral og Ella.

„Ég er sannfærð um að merkin muni öll mjög vel út í sölu, hvert á sinn hátt enda er markhópurinn er mjög breiður. Síðar á þessu ári munum við svo auka úrvalið enn frekar og við stefnum einnig á að auka úrvalið fyrir yngri farþega,“ segir Ásta.

Dutyfree Fashion er staðsett í brottfararsal flugstöðvarinnar. Hún er rekin af Fríhöfninni ehf. sem rekur alls sex verslanir í flugstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.