Ögmundur á móti því að menn verði sektaðir á staðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 12:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira