Ögmundur á móti því að menn verði sektaðir á staðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 12:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent