Ögmundur á móti því að menn verði sektaðir á staðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 12:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira