Söngkonan Adele segist gjarnan vilja fara út með Harry Bretaprins og telur að þau myndu ná vel saman. „Ég er að eltast við Harry Bretaprins. Ég sagðist aldrei ætla að fara út með rauðhaus, en þetta er Bretaprinsinn!“ sagði söngkonan í viðtali við tímaritið Glamour. Þrátt fyrir að vilja fara út með prinsinum er Adele lítið fyrir að opinbera einkalíf sitt. „Ég hef farið á nokkur stefnumót með þekktum einstaklingum en mér líkar ekki öll sú athygli sem þeim fylgir.“
Skotin í Bretaprinsi
