Ásaka Isavia um ósannindi vegna auglýsinga gegn hvalveiðum 1. júlí 2011 08:00 Auglýsingar alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja fengu að hanga í Leifsstöð í þrjár vikur. Mynd/IFAW „Sú fullyrðing að þau hafi ekki vitað af innihaldi auglýsinganna er hrein ósannindi og á ekki við nein rök að styðjast," segir Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna International Fund of Animal Welfare (IFAW). „Þegar við gengum frá samningunum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keyptum fleiri auglýsingapláss. Þetta er með þvílíkum ólíkindum." Hjördís Guðmundsdóttir, talsmaður Isavia, ítrekar að auglýsingar IFAW í Leifsstöð hefðu aldrei farið upp ef Isavia hefði vitað nákvæmt innihald þeirra. Auglýsingarnar hafa nú verið teknar niður. Aðspurð hvers vegna fyrirtækið hefði ekki sent IFAW formlega útskýringu á aðgerðum sínum, segist hún ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. Hjördís sagði í Fréttablaðinu í gær að ástæða þess að auglýsingar IFAW hefðu farið upp væri að upphaflega hefðu þær verið án nokkurra skilaboða en svo hefðu samtökin breytt þeim án leyfis. Forsvarsmenn Leifsstöðvar hefðu aldrei fengið að sjá þær fullgerðar. Ákveðið hefði verið að taka skiltin niður eftir að IFAW breytti þeim. Sigursteinn segir þessar fullyrðingar rangar og mjög alvarlegt að Isavia beri óheilindi upp á samtökin. „Þau hétu okkur og okkar lögmönnum því að gefa út formlega, skriflega útskýringu, en ekkert slíkt hefur borist," segir hann. „Síðan er í fjölmiðlum vísað í siðareglur sem Isavia vill ekki birta." Að sögn Sigursteins var í mars gengið frá samningum um auglýsingar sem ættu að vera í formi upplýstra kassa sem héngju úr lofti. Þá hefði forsvarsmönnum Isavia strax verið gert ljóst að meginþemað væri „Hittið okkur – Ekki borða okkur," (e. „Meet us – Don't eat us") og með því kæmu teikningar af hvölum. Hinum megin á kassana kæmi setning á ensku: „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn. Ekki fara frá Íslandi með óbragð í munni." Í tölvupósti frá IFAW til Isavia, dags 11. mars síðastliðinn, sem Fréttablaðið hefur fengið að sjá, er megininntak auglýsinganna útskýrt. Í svarbréfi, dagsett 15. mars, er IFAW tjáð að Isavia lítist vel á hugmyndina og best væri að koma auglýsingunum upp í landgangi eða á níu fremstu skiltum. „Auðvitað þarf ekki að taka fram að löngu fyrir sumarið voru öll smáatriði komin á borðið," segir Sigursteinn, og bætir við að Isavia hafi ekki gert neinar athugasemdir við skiltin þegar þau voru komin upp. Í byrjun júní hafi fulltrúi Isavia gengið um rýmið með Clare Sterling, upplýsingafulltrúa IFAW, til að ganga úr skugga um að uppsetningin væri í lagi. „Það kom aldrei fram af hálfu Isavia að þessi tiltekna setning um að verið sé að drepa hvali væri vandamál," segir hann. „Þetta er ódýr eftiráskýring sem stenst ekki." sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45 Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00 Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00 Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
„Sú fullyrðing að þau hafi ekki vitað af innihaldi auglýsinganna er hrein ósannindi og á ekki við nein rök að styðjast," segir Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna International Fund of Animal Welfare (IFAW). „Þegar við gengum frá samningunum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keyptum fleiri auglýsingapláss. Þetta er með þvílíkum ólíkindum." Hjördís Guðmundsdóttir, talsmaður Isavia, ítrekar að auglýsingar IFAW í Leifsstöð hefðu aldrei farið upp ef Isavia hefði vitað nákvæmt innihald þeirra. Auglýsingarnar hafa nú verið teknar niður. Aðspurð hvers vegna fyrirtækið hefði ekki sent IFAW formlega útskýringu á aðgerðum sínum, segist hún ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. Hjördís sagði í Fréttablaðinu í gær að ástæða þess að auglýsingar IFAW hefðu farið upp væri að upphaflega hefðu þær verið án nokkurra skilaboða en svo hefðu samtökin breytt þeim án leyfis. Forsvarsmenn Leifsstöðvar hefðu aldrei fengið að sjá þær fullgerðar. Ákveðið hefði verið að taka skiltin niður eftir að IFAW breytti þeim. Sigursteinn segir þessar fullyrðingar rangar og mjög alvarlegt að Isavia beri óheilindi upp á samtökin. „Þau hétu okkur og okkar lögmönnum því að gefa út formlega, skriflega útskýringu, en ekkert slíkt hefur borist," segir hann. „Síðan er í fjölmiðlum vísað í siðareglur sem Isavia vill ekki birta." Að sögn Sigursteins var í mars gengið frá samningum um auglýsingar sem ættu að vera í formi upplýstra kassa sem héngju úr lofti. Þá hefði forsvarsmönnum Isavia strax verið gert ljóst að meginþemað væri „Hittið okkur – Ekki borða okkur," (e. „Meet us – Don't eat us") og með því kæmu teikningar af hvölum. Hinum megin á kassana kæmi setning á ensku: „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn. Ekki fara frá Íslandi með óbragð í munni." Í tölvupósti frá IFAW til Isavia, dags 11. mars síðastliðinn, sem Fréttablaðið hefur fengið að sjá, er megininntak auglýsinganna útskýrt. Í svarbréfi, dagsett 15. mars, er IFAW tjáð að Isavia lítist vel á hugmyndina og best væri að koma auglýsingunum upp í landgangi eða á níu fremstu skiltum. „Auðvitað þarf ekki að taka fram að löngu fyrir sumarið voru öll smáatriði komin á borðið," segir Sigursteinn, og bætir við að Isavia hafi ekki gert neinar athugasemdir við skiltin þegar þau voru komin upp. Í byrjun júní hafi fulltrúi Isavia gengið um rýmið með Clare Sterling, upplýsingafulltrúa IFAW, til að ganga úr skugga um að uppsetningin væri í lagi. „Það kom aldrei fram af hálfu Isavia að þessi tiltekna setning um að verið sé að drepa hvali væri vandamál," segir hann. „Þetta er ódýr eftiráskýring sem stenst ekki." sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45 Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00 Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00 Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45
Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00
Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00
Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00