Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga 30. júní 2011 10:45 Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. Auglýsingarnar héngu uppi í komusal flugstöðvarinnar en á þeim voru meðal annars rituð slagorð á ensku sem gætu hljóðað svo á íslensku: Hittið okkur. Ekki borða okkur. Fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar er beint að Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia. Meðal þess sem Mörður spyr er: „Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?" Sjálfur segir Mörður á vefsvæði sínu á Eyjunni, þar sem hann birtir fyrirspurnina, að hún sé tilkomin vegna óskýrra svara upplýsingafulltrúa Isavia í Fréttablaðinu í dag, en þar neitar fyrirtækið að senda siðareglur varðandi auglýsingar, í heild sinni til blaðsins. Hér fyrir neðan má lesa fyrirspurn þingmannsins í heild sinni:Til Björns Óla Haukssonar forstjóra Isaviu ohf.Í tilefni af fréttum um auglýsingar á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna, IFAW, í Leifsstöð óska ég eftir svörum við þessum spurningum:Hvaða reglur gilda um auglýsingar sem Isavia selur í Leifsstöð?Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?Hver önnur tilvik eru um að Isavia hf. hafi rift samningum um auglýsingar í Leifsstöð?Vinsamlegast svarið sem fyrst, í tölvupósti á netfangið, mordur@althingi.is, eða með bréfi til mín á vinnustað, Alþingi, 150 Reykjavík.Reykjavík 30. júní 2011Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar, fulltrúi í samgöngunefnd. Tengdar fréttir Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. Auglýsingarnar héngu uppi í komusal flugstöðvarinnar en á þeim voru meðal annars rituð slagorð á ensku sem gætu hljóðað svo á íslensku: Hittið okkur. Ekki borða okkur. Fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar er beint að Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia. Meðal þess sem Mörður spyr er: „Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?" Sjálfur segir Mörður á vefsvæði sínu á Eyjunni, þar sem hann birtir fyrirspurnina, að hún sé tilkomin vegna óskýrra svara upplýsingafulltrúa Isavia í Fréttablaðinu í dag, en þar neitar fyrirtækið að senda siðareglur varðandi auglýsingar, í heild sinni til blaðsins. Hér fyrir neðan má lesa fyrirspurn þingmannsins í heild sinni:Til Björns Óla Haukssonar forstjóra Isaviu ohf.Í tilefni af fréttum um auglýsingar á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna, IFAW, í Leifsstöð óska ég eftir svörum við þessum spurningum:Hvaða reglur gilda um auglýsingar sem Isavia selur í Leifsstöð?Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?Hver önnur tilvik eru um að Isavia hf. hafi rift samningum um auglýsingar í Leifsstöð?Vinsamlegast svarið sem fyrst, í tölvupósti á netfangið, mordur@althingi.is, eða með bréfi til mín á vinnustað, Alþingi, 150 Reykjavík.Reykjavík 30. júní 2011Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar, fulltrúi í samgöngunefnd.
Tengdar fréttir Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00