Innlent

Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar

Auglýsingarnar í Leifsstöð hvöttu fólk til að hitta hvalinn frekar en að leggja hann sér til munns.
Auglýsingarnar í Leifsstöð hvöttu fólk til að hitta hvalinn frekar en að leggja hann sér til munns.
Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun.

Lögmenn IFAW skoða nú hvort Keflavíkurflugvöllur eigi að endurgreiða samtökunum um 550 þúsund krónur sem greiddar voru fyrir fjögurra mánaða samning um birtingu auglýsinganna.

Að sögn IFAW hefur Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar, hringt tvívegis í samtökin og sett þeim úrslitakosti; breyta auglýsingunum eða fjarlægja þær. Við því brugðust samtökin ekki.

Auglýsingarnar eru hluti af átaki gegn áti á hvalkjöti og er þeim beint að ferðamönnum. Samtök hvalaskoðunarfélaga á Íslandi voru með IFAW í átakinu.

IFAW saka stjórnendur Keflavíkurflugvallar um ritskoðun á auglýsingum sem búið er að greiða fyrir. Þeir hafa farið fram á það við stjórnendur Leifsstöðvar að fá frekari útskýringar á meintum breyttum forsendum, en segja engin svör hafi borist. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×