Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað 30. júní 2011 07:00 Fullyrðingin „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn“ er hæpin að mati formanns SÍA. Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækjum eða samtökum sé neitað um auglýsingapláss í Leifsstöð. Ástæða þess að auglýsingar IFAW hafi verið samþykktar til að byrja með hafi verið sú að forsvarsmenn vallarins hafi ekki fengið að sjá auglýsingarnar fullgerðar. Einungis grundvallarhugmyndin hafi verið til staðar. Misskilningur hafi orðið til þess að þær fóru upp. „Upphaflega var auglýsingin sett upp án nokkurra skilaboða. Svo breyttu þeir henni án leyfis og þá var ákveðið að taka fyrir þær,“ segir Hjördís. „En það er vissulega óheppilegt að þær hafi farið upp til að byrja með.“ Hjördís segir aðgerðirnar engan veginn endurspegla viðhorf Isavia, eða hvort fyrirtækið sé með eða á móti hvalveiðum, eins og IFAW hafi haldið fram. Það sé alrangt. „Fyrirtækið hefur ekki áhuga á því að vera með eða á móti neinu,“ segir hún. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við neitum auglýsingum sem hafa ekki þótt viðeigandi.“ Hjördís vill ekki gefa upp hvers eðlis þær auglýsingar voru. Í leigusamningi Isavia um auglýsingarými í flugstöðinni kemur fram að þær auglýsingar sem birtast skuli í einu og öllu fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt siðareglum um auglýsingar og mega á engan hátt stríða gegn almennri siðferðisvitund. Isavia hafi óskoraðan rétt til að stöðva birtingu auglýsinga. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fordæmi vera fyrir því að Isavia vilji ekki birta hvaða auglýsingar sem er. „Aðalatriðið er að geðþóttaákvarðanir mega ekki ráða því hvaða auglýsingar birtast,“ segir Ragnar. „En það er auðvitað undir hverjum og einum miðli komið hvað þeir birta.“ Hann segir auglýsingar IFAW ekki stangast á við siðareglur SÍA, þó sé fullyrðingin um að hvalir séu drepnir til þess að fæða ferðamenn, hæpin. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira