Djokovic framlengdi 75 ára bið Breta eftir stórmótstitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 11:25 Murray fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Andy Murray mistókst að vinna fyrsta stórmótstitil Breta í einliðaleik karla í tennis í 75 ár þegar hann tapaði fyrir Novak Djokovic frá Serbíu í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í morgun. Fred Perry var síðasti Bretinn til að vinna stórmótstitil í tennis og gerði hann árið 1936. Djokovic sýndi í dag að hann stendur Murray einfaldlega framar og vann í þremur settum, 6-4, 6-2 og 6-3. Serbinn sýndi fádæma yfirburði á mótinu og tapaði aðeins einu setti allt mótið. Síðustu þrjár viðureignirnar sínar (gegn Tomas Berdych, Roger Federer og Murray) vann hann samtals 9-0. Þótt ótrúlega megi virðast var þetta fyrsta viðureign þeirra Djokovic og Murray á stórmóti. Þeir voru lengi í 3. og 4. sæti heimslistans og miðað við hefðbundna niðurröðun á stórmótum eiga þeir í raun aðeins möguleika á að mætast í sjálfri úrslitaviðureigninni. Þar sem að Rafael Nadal og Federer hafa einokað flesta úrslitaleiki stórmóta síðustu ár hafa þeir ekki fengið tækifæri til þess áður. Þetta var þó áttunda viðureign þeirra í öllum mótum síðan báðir gerðust atvinnumenn. Djokovic vann fyrstu fjórar en Murray síðustu þrjár. Þeir eru þó góðir vinir og æfa oft saman. Þeir eru jafnaldrar og þekkjast vel frá því að þeir kepptu saman á unglingamótaröðum.Andy Murray átti erfitt með að hemja skapið í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesÞað var gríðarlega hart barist í fyrsta settinu enda vildu báðir byrja vel. Djokovic var nálægt því að komast 2-0 yfir en Murray náði að halda uppgjöfinni og halda jöfnu þar til að staðan var orðin 4-4. Þá sýndi Djokovic styrkleika sinn og kláraði næstu tvær lotur af mikilli yfirvegun. Murray var hins vegar orðinn mjög pirraður og lét mótlætið fara í taugarnar á sér. Í öðru setti tókst Djokovic að komast í 2-0 og það setti Murray algerlega út af laginu. Sá serbneski komst í 5-0 og þó svo að Murray hafi forðað sér frá niðurlægingu með því að vinna tvær lotur náði Djokovic að klára sitt og vinna settið, 6-2. Murray barðist sannarlega fyrir sínu í þriðja settinu. Hann vann fyrstu lotuna þó svo að Djokovic átti uppgjöf en Serbinn svaraði með því að vinna þrjár næstu lotur á móti. Murray gafst þó ekki upp og náði að jafna í 3-3. En þá setti Djokovic einfaldlega í næsta gír og kláraði leikinn með frábærri spilamennsku. Djokovic kláraði settið, 6-3, og vann þar með sinn annan stórmótstitil á ferlinum. Skotinn Murray náði sér sjaldan á strik í leiknum og var afar pirraður lengst af. Hann blótaði mikið, skammaði sjálfan sig og agnúaðist út í dómarann. Allt þetta skilaði honum litlum árangri í dag. Bretarnir þurfa því að bíða enn um sinn.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira