Dýravændishús í Danmörku - hvatt til lagabreytingar á Íslandi Erla Hlynsdóttir skrifar 13. apríl 2011 14:15 Skjáskot af vef TV2 Kynlíf með dýrum er löglegt í Danmörku og hefur þar í landi skapast mikil umræða í kjölfar þess að sjónvarpsstöðin TV2 sýndi þátt um málið. Sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer, betur þekktur sem Bubber, vildi með þættinum vekja athygli á málinu í því skyni að þrýst á að lögunum yrði breytt. Gagnger endurskoðun á íslensku dýraverndarlögum stendur yfir. Nefnd sem nú vinnur að endurskoðuninni mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði bönnuð. Hvergi í lögum tekið á athæfinu Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, sagði í samtali við Vísi í janúar að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum.Íslenskur hestur í vændi fyrir fimm árum Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu árið 2006 um það þegar rannsóknablaðamaður hjá danska blaðinu 24timer komst að því að dýravændishús væri starfrækt á Norður-Jótlandi. Þar var íslenski hesturinn Max seldur í vændi, ásamt fleiri dýrum. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna um hvort þurfi að setja lög gegn kynlífi fólks með dýrum en margir hafa kallað eftir slíku í kjölfar umfjöllunar Bubber á TV2. Af þessu tilefni hefur dómsmálaráðherrann, Lars Barfoed, gefið út að hann sé vissulega á móti þessu athæfi en hann sé ekki sannfærður um nauðsyn löggjafar. Tengdar fréttir Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. 12. janúar 2011 11:52 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Kynlíf með dýrum er löglegt í Danmörku og hefur þar í landi skapast mikil umræða í kjölfar þess að sjónvarpsstöðin TV2 sýndi þátt um málið. Sjónvarpsmaðurinn Niels Christian Meyer, betur þekktur sem Bubber, vildi með þættinum vekja athygli á málinu í því skyni að þrýst á að lögunum yrði breytt. Gagnger endurskoðun á íslensku dýraverndarlögum stendur yfir. Nefnd sem nú vinnur að endurskoðuninni mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði bönnuð. Hvergi í lögum tekið á athæfinu Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, sagði í samtali við Vísi í janúar að trúverðugar upplýsingar liggi fyrir um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum.Íslenskur hestur í vændi fyrir fimm árum Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu árið 2006 um það þegar rannsóknablaðamaður hjá danska blaðinu 24timer komst að því að dýravændishús væri starfrækt á Norður-Jótlandi. Þar var íslenski hesturinn Max seldur í vændi, ásamt fleiri dýrum. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna um hvort þurfi að setja lög gegn kynlífi fólks með dýrum en margir hafa kallað eftir slíku í kjölfar umfjöllunar Bubber á TV2. Af þessu tilefni hefur dómsmálaráðherrann, Lars Barfoed, gefið út að hann sé vissulega á móti þessu athæfi en hann sé ekki sannfærður um nauðsyn löggjafar.
Tengdar fréttir Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. 12. janúar 2011 11:52 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. 12. janúar 2011 11:52