Erlent

Cameron svarar fyrir ákvörðun sína í breska þinginu

David Cameron mun svara fyrir ákvörðun sína á leiðtogafundi Evrópusambandsins í fyrirspurnartíma í breska þinginu í dag.

Allir þingmenn Íhaldsflokks hans munu fagna ákvörðun Cameron um að halda sig utan við samkomulagið sem náðist á fundinum. HInsvegar sýður reiðin í mörgum þingmönnum Frjálslyndaflokksins, samstarfsflokks Cameron í ríkisstjórn.

Þannig segir Nick Clegg formaður Frjálslyndra að ákvörðun Camerons hafi verið slæm þar sem hún einangri Breta frá Evrópumálum og hann hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum með að Camron skyldi velja þessa leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×