Erlent

Dominque de Villepin vill verða forseti Frakklands

Hægrimaðurinn Dominque de Villepin, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í frönsku forsetakosningunum á næsta ári.

Villepin tilkynnti um framboð sitt í sjónvarpsávarpi í gærdag en hann er hefur lengi barist um völdin við Nicolas Sarkozy sitjandi forseta.

Í frétt á BBC um málið segir að erfitt sé að taka framboði Villepin alvarlega þar sem nýlega skoðanakannanir bendir til þess að hann fái aðeins á milli eitt og tvö prósent atkvæða.

Þá þykir ferill Villepin í stjórnmálum brokkgengur og hann er viðloðandi spillingarmál sem nú er til meðferðar fyrir frönskum dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×