Erlent

Manuel Noriega fluttur í fangelsi í Panama

Manuel Noriega fyrrum einsræðisherra Panama var fluttur til heimlands síns frá Frakklandi í gærkvöldi. Við komuna til Panama var Noriega keyrður rakleiðis í fangaklefa.

Frakkar ákváðu nýlega að framselja Noriega til Panama en einræðisherrann fyrrverandi hefur eytt yfir 20 árum í bandarískum og frönskum fangelsum.

Í Panama hefur Noriega verið dæmdur fyrir margvíslega glæpi þar á meðal morð á pólitískum andstæðum sínum og þar mun hann afplána 20 ára fangelsisdóm. Noriega er orðinn 77 ára gamall og hann kom til Panama í hjólastól.

Það er óvíst hvort hann dvelji lengi í fangelsi því samkvæmt lögum í Panama eiga fangar, sem komnir eru yfir sjötugt, rétt á að afplána afganginn af dómum sínum heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×