Erlent

Tugþúsundir mótmæla í Rússlandi

Þessi er með mynd af Pútín eins og hann mun líta út árið 2050, og er eflaust að gefa í skyn að hann fari aldrei úr embætti.
Þessi er með mynd af Pútín eins og hann mun líta út árið 2050, og er eflaust að gefa í skyn að hann fari aldrei úr embætti. mynd/afp
Um þrjátíu þúsund manns mótmæla nú í miðborg Moskvu, höfuðborg Rússlands, en talið er að mótmælin séu ein fjölmennustu í landinu í yfir tuttugu ár.

Mikil reiði er vegna úrslita í nýafstöðnum þingkosningum í landinu og er talið að tugir þúsunda muni taka þátt í mótmælum vegna þeirra í dag. Flokkur Medvedvs forseta og Pútins forsætisráðherra, Sameinað Rússland, sigraði í kosningunum.

Fólkið sem ætlar að mótmæla telur að brögð hafi verið í tafli en þúsundir ábendinga hafa borist um kosningasvik.

Lögreglan hefur handtekið hundruð manna en ásamt mótmælunum í Moskvu, er einnig mótmælt í borgunum St. Pétursborg og Vladivostok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×