Erlent

88 fórust í eldsvoða á Indlandi

Kolkata
Kolkata
Að minnsta kosti áttatíu og átta fórust þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í borginni Kolkata sem áður hét kalkútta, á austur-Indlandi í gær. Sex fyrrum yfirmenn á sjúkrahúsinu hafa verið handteknir en lögregla segir að þau séu talin hafa vanrækt öryggisreglur sjúkrahússins. Talið er að fólkið sem fórst í brunanum hafi allt verið rúmliggjandi en mikil skelfing greip um sig þegar eldsins varð vart. Lögreglan rannsakar nú eldsvoðann en á meðal þeirra látnu eru nokkur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×