Erlent

Nóbelsnefndin brýtur gegn erfðaskrá Alfreds Nobel

Alfred Nobel
Alfred Nobel
Frændi Alfreds Nobel, upphafsmanns Nóbelsverðlaunana, segir Nóbelsnefndina brjóta gegn erfðaskrá Alfreds Nobel. Verðlaunin verða afhent í dag.

Grunnreglurnar um Nóbelsverðlaunin koma fram í erfðaskrá Alfreds Nobel frá árinu 1895. Í henni segir að veita eigi verðlaunin baráttumönnum fyrir friði, en það eru þeir einstaklingar sem reyna að koma á samstöðu á milli þjóða heimsins og vinna að alþjóðlegu samstarfi um afvopnun sem grundvallast á alþjóðarétti og alþjóðastofnunum.

Í grein í Aftenposten frá því í gær kemur fram að Michael Nobel, sem í áraraðir hefur verið forsvarsmaður fjölskyldu Alfreds, telur Nobelsnefndina ekki hafa farið eftir þeim reglum sem koma fram í erfðaskránni við val á Nóbelsverðlaunahöfum undanfarin ár.

Hann telur marga friðarverðlaunahafa ekki uppfylla þau skilyrði sem frændi hans setti fram um verðlaunin og segir þetta því í andtöðu við vilja hans.

Friðarverðlaunin voru veitt í dag og voru það þær Leymah Gbowee, baráttukona fyrir friði í Líberíu, Tawakul Karman mannréttindafrömuður frá Jemen og Ellen Johnson-Sirleaf forseti Líberíu sem hlutu þau að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×