Erlent

Með 100 snáka, 70 skjaldbökur og 20 froska inni á hótelherbergi

Ekki amalegt.
Ekki amalegt.
Lögreglan í bænum Köln í Þýskalandi fékk heldur furðulegt útkall í dag. Á hóteli í bænum voru nefnilega hundrað snákar, sjötíu skjaldbökur og tuttugu froskar á einu hótelherberginu.

Samkvæmt lögreglunni höfðu þrír kínverskir gestir á hótelinu smyglað dýrunum í farangri sínum. Starfsfólk á hótelinu hafði samband við lögregluna eftir að mennirnir þóttu vera heldur grunsamlegir. Við leit lögreglu á hótelinu fundust dýrin - sem voru öll á lífi.

Ekki er vitað hvað þremenningarnir ætluðu að gera við dýrin en þeim hefur nú verið komið fyrir í dýragarði í bænum. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því nú hvernig dýrunum var smyglað inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×