Lífið

Lögreglukórinn með uppgjör

Lögreglukórinn syngur á plötunni GAS ásamt Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og fleira valinkunnu fólki.
Lögreglukórinn syngur á plötunni GAS ásamt Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og fleira valinkunnu fólki.
„Þetta er svolítið uppgjör og pólitísk ádeila á sjálfan sig og aðra," segir Guðlaugur Viktorsson, stjórnandi Lögreglukórsins. Kórinn hefur gefið út plötuna GAS - Góðir alþýðusöngvar, þar sem sungin eru lög eftir Bubba, KK, Bergþóru Árnadóttur, Hörð Torfason og fleiri.

Í textum laganna er spurt áleitinna spurninga og fjallað um siðgæði, óréttlæti, fordóma og mannvonsku, kjarabaráttu, smáborgarahátt, ástina og sorgina. Samúel J. Samúelsson og Ómar Guðjónsson útsettu tónlistina og á meðal söngvara á plötunni eru Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Sigtryggur Baldursson, Jónas Sigurðsson og Samúel sjálfur. „Það var æðislegt að vinna með þeim," segir Guðlaugur. „Mín fyrsta hugmynd var að vinna með trúbadoramúsík.

Svo kom hrunið og löggan stóð í þessum átökum. Þá var Bubbi áberandi og Hörður Torfa. Þessi söngvaskáld vildu segja ýmislegt og hafa sagt ýmislegt í gegnum tíðina," segir Guðlaugur, sem hefur stjórnað Lögreglukórnum í 21 ár. „Ég leitaði að ádeilutextum sem höfðuðu til ástandsins og þjóðarinnar. Ef maður hugsar um uppgjör þurfa allir að skoða sig, ekki bara bankamenn. Allt siðgæði var fokið út um gluggann og lagið hans KK, Siðgæði, kveikti í mér að gera þetta."

Lögreglukórinn
Skemmtilegar myndirnar á umslagi plötunnar voru teiknaðar af Halldóri Baldurssyni, þar sem meðal annars má sjá egg sem kastað hefur verið í Alþingishúsið.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.