Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi 20. júní 2011 07:00 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Alvarlegt ástand ríkir hér á landi í þessum efnum, þar sem þeim sem smitast af HIV-veirunni við að deila nálum hefur fjölgað hratt síðustu mánuði. Ég hef viljað fara af stað með gagnrýni og benda um leið á leiðir til að taka á þessari aukningu,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir afar brýnt að HIV-smituðum sprautufíklum sé mætt á þeirra eigin forsendum en slíkt sé ekki gert í dag. „Sprautufíklar sem smitast þurfa að mæta skilningi og fá strax lyfjameðferð eins og allir aðrir. Það virðist vera skoðun heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að fíklar sem nota sprautubúnað séu þess ekki umkomnir að hefja lyfjameðferð við HIV þrátt fyrir augljósan ávinning.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir það ekki rétt að sprautufíklar fái ekki viðeigandi lyfjameðferð en hins vegar sé erfitt að viðhalda lyfjameðferð ef sjúklingur taki ekki lyfin sín og sinni ekki meðferð, eins og oft sé tilfellið með fíkla í neyslu. „Það er hins vegar ekki rétt að sjúklingar komi að lokuðum dyrum; okkar læknar reyna alltaf eftir bestu getu að sinna öllum sjúklingum og gera allt hvað þeir geta til þess,“ segir Haraldur. Á heimasíðu HIV Íslands kemur fram að lyfjameðferð HIV-smitaðra hamli meðal annars fjölgun veirunnar í blóðinu, auk þess sem hún dragi úr hættu á smiti. Veiran getur hins vegar myndað ónæmi gegn lyfjunum ef lyfjataka er slitrótt eða dettur niður. „Yfirlýsing Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNAIDS um „Alheimsaðgengi núna“ er skýlaus krafa um að allir eigi rétt á lyfjameðferð gegn HIV og alnæmi. Þrátt fyrir þessa afstöðu WHO og UNAIDS er það svo hér á Íslandi, eftir minni bestu vitund, að einungis einn af þeim sprautufíklum sem greinst hafa með HIV og enn eru í neyslu sé byrjaður á lyfjameðferð,“ segir Gunnlaugur. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira