Innlent

Kóngavegur á virta kvikmyndahátíð í Tékklandi

Kóngavegur verður sýnd á Karlovy Vary hátíðinni í júlí.
Kóngavegur verður sýnd á Karlovy Vary hátíðinni í júlí.
Kvikmyndinni Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi sem hefst nú fyrstu vikuna í júlí.



Kóngavegur verður sýnd í sérstakri dagskrá meðal tíu evrópskra mynda sem gagnrýnendur kvikmyndaritsins Variety mæla sérstaklega með og vilja þeir með því einnig vekja athygli á leikstjórum þeirra.



Í fréttatilkynningu er vitnað í Davíð Óskar Ólafsson, framleiðanda myndarinnar, en hann segir hátíðina hafa átt fastan sess meðal virtustu kvikmyndahátíða heimsins og sé þetta því mikil viðurkenning fyrir Kóngaveg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×