Hænur lokaðar í búri alla ævi Erla Hlynsdóttir skrifar 6. apríl 2011 15:10 „Næstum öll egg sem eru framleidd eru á Íslandi koma undan hænum sem eru hafðar í búri alla ævi. Ég held að neytendur geri sér ekki grein fyrir hvernig er búið að dýrum hér á landi. Ég held að þeir haldi að ástandið sér betra en það er. Okkur langar til að vekja fólk til meðvitundar um ástandið og reyna að bæta það," segir Sif Traustadóttir, dýralæknir og félagi í nýjum samtökum um aukna velferð búfjár á Íslandi, Velbú. Unnið hefur verið að stofnun samtakanna síðustu mánuði og verður formlegur aðalfundur innan tíðar. „Við erum hópur af fólki sem kynntist á fundi hjá Dýraverndunarsambandinu í haust og okkur langaði að stofna samtök þar sem sérstök áhersla er lögð á velferð í búskap. Við viljum vekja athygli á aðstæðum dýra í verksmiðjubúskap," segir Sif.Sif Traustadóttir, dýralæknirHún nefnir sem dæmi að nokkrir íslenskir kúabændur voru nýverið sektaðir vegna þess að þeir lokuðu mjólkurkýrnar sínar inni allt árið, en hleyptu þeim aldrei út eins og lög gera ráð fyrir. „Ég held að fólk trúi því að ástandið hér sé öðruvísi og betra en annars staðar, en þetta er í raun mjög svipað. Sérstaklega er velferðinni ábótavant í eggjaframleiðslu, kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu. En þetta er farið að færast líka yfir í mjólkurbúskapinn," segir Sif. Helstu markmið samtakanna er vekja almenning til vitundarvakningar um meðferð búfjár og hvetja framleiðendur til að fara vel með dýrin. Verið er að vinna að vefsíðu samtakanna en þar er þegar hægt að nálgast upplýsingar um félagið og stefnumál þess. Þar segir meðal annars:Merki samtakanna„Árið 2009 var tæplega 84.000 svínum og 4,6 milljónum alifugla slátrað. Sama ár borðaði hver Íslendingur að meðaltali 20,5 kg af svínakjöti og 23,5 kg af alifuglakjöti. Þessi dýr voru langflest alin í svokölluðum verksmiðjubúum þar sem efnahagslegur gróði vegur þyngra en velferð dýranna. Í ljósi þess hve mörg dýr eiga í hlut og þeirra aðstæðna sem þau búa við hefur Velbú ákveðið að einbeita sér að því að bæta stöðu dýra í slíkum iðnaði. Til þess þurfum við þína hjálp. Betri búskaparhættir verða ekki að raunveruleika fyrr en neytendur kalla eftir breytingum." Hægt er að horfa á fræðslumyndband um verksmiðjubúskap og velferð búfjár með því að smella á tengilinn hér að ofan, en myndbandið er unnið af samtökunum Compassion in world farming. Að sögn félagsmanna í Velbú nær þetta myndband vel að skýra markmið samtakanna. Heimasíðu Velbú má finna með því að smella hér. Velbú er einnig komið með síðu á Facebook. Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum „Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“ 9. desember 2010 08:27 Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Næstum öll egg sem eru framleidd eru á Íslandi koma undan hænum sem eru hafðar í búri alla ævi. Ég held að neytendur geri sér ekki grein fyrir hvernig er búið að dýrum hér á landi. Ég held að þeir haldi að ástandið sér betra en það er. Okkur langar til að vekja fólk til meðvitundar um ástandið og reyna að bæta það," segir Sif Traustadóttir, dýralæknir og félagi í nýjum samtökum um aukna velferð búfjár á Íslandi, Velbú. Unnið hefur verið að stofnun samtakanna síðustu mánuði og verður formlegur aðalfundur innan tíðar. „Við erum hópur af fólki sem kynntist á fundi hjá Dýraverndunarsambandinu í haust og okkur langaði að stofna samtök þar sem sérstök áhersla er lögð á velferð í búskap. Við viljum vekja athygli á aðstæðum dýra í verksmiðjubúskap," segir Sif.Sif Traustadóttir, dýralæknirHún nefnir sem dæmi að nokkrir íslenskir kúabændur voru nýverið sektaðir vegna þess að þeir lokuðu mjólkurkýrnar sínar inni allt árið, en hleyptu þeim aldrei út eins og lög gera ráð fyrir. „Ég held að fólk trúi því að ástandið hér sé öðruvísi og betra en annars staðar, en þetta er í raun mjög svipað. Sérstaklega er velferðinni ábótavant í eggjaframleiðslu, kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu. En þetta er farið að færast líka yfir í mjólkurbúskapinn," segir Sif. Helstu markmið samtakanna er vekja almenning til vitundarvakningar um meðferð búfjár og hvetja framleiðendur til að fara vel með dýrin. Verið er að vinna að vefsíðu samtakanna en þar er þegar hægt að nálgast upplýsingar um félagið og stefnumál þess. Þar segir meðal annars:Merki samtakanna„Árið 2009 var tæplega 84.000 svínum og 4,6 milljónum alifugla slátrað. Sama ár borðaði hver Íslendingur að meðaltali 20,5 kg af svínakjöti og 23,5 kg af alifuglakjöti. Þessi dýr voru langflest alin í svokölluðum verksmiðjubúum þar sem efnahagslegur gróði vegur þyngra en velferð dýranna. Í ljósi þess hve mörg dýr eiga í hlut og þeirra aðstæðna sem þau búa við hefur Velbú ákveðið að einbeita sér að því að bæta stöðu dýra í slíkum iðnaði. Til þess þurfum við þína hjálp. Betri búskaparhættir verða ekki að raunveruleika fyrr en neytendur kalla eftir breytingum." Hægt er að horfa á fræðslumyndband um verksmiðjubúskap og velferð búfjár með því að smella á tengilinn hér að ofan, en myndbandið er unnið af samtökunum Compassion in world farming. Að sögn félagsmanna í Velbú nær þetta myndband vel að skýra markmið samtakanna. Heimasíðu Velbú má finna með því að smella hér. Velbú er einnig komið með síðu á Facebook.
Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum „Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“ 9. desember 2010 08:27 Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31
Neytendasamtökin fordæma slæma meðferð á dýrum „Neytendasamtökin telja með öllu óeðlilegt að svín séu gelt án deyfingar og kýr látnar vera inni allan sólarhringinn allan ársins hring svo dæmi séu tekin. Jafnframt er ástæða til að minna á að við státum okkur af því að hér á landi sé stundaður landbúnaður sem sé til fyrirmyndar og sem við getum verið stolt af. Þau dæmi sem fram hafa komið í fjölmiðlum benda þó síður en svo til þess.“ 9. desember 2010 08:27
Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27