Skuldarahjálp alþingis gagnslaus að mati dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. desember 2011 19:00 Dómstóll hefur nú tvívegis úrskurðað að lagaákvæði sem átti að hjálpa skuldurum gengislána - sé gagnslaust. Sýnir að björgunarlínan sem stjórnvöld ætluðu að kasta út til skuldara er ekki að virka, segir lögmaður Rafns Einarssonar, húsasmíða- og málarameistara, sem krafðist þess að nauðungarsala á húsi í hans eigu yrði endurupptekin. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni í dag. Málið snýst um hús við Dimmuhvarf 7 við Elliðavatn sem Rafn keypti árið 2007, gerði upp og setti á sölu undir lok sama árs. Hann tók tvö gengislán út á húsið til að fjármagna framkvæmdirnar sem voru í upphafi 23 milljónir króna en fóru hæst í 72 milljónir með áföllnum kostnaði vegna vanskila. Húsið var boðið upp og selt á nauðungarsölu í maí á þessu ári, löngu eftir að ámóta lán höfðu verið dæmd ólögmæt. Alþingi setti inn bráðabirgðaákvæði í vaxtalög um síðustu áramót til að bjarga fólki sem lent hafði í gjaldþroti eða á nauðungarsölu vegna ólögmætra gengislána, Rafn krafðist endurupptöku á nauðungarsölu á grundvelli þess ákvæðis, sem hljóðaði svo: „Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu." Kröfu Rafns var hafnað í dag. „Meðal annars á þeim grundvelli að lagabókstafurinn frá alþingi væri óskýr," segir Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður Rafns. „Þannig að þessi björgunarlína sem að alþingi virðist í lok síðasta árs vera að kasta til skuldaranna, hún er ekki að virka." Hann telur lagasetninguna vanhugsaða, sem sé miður því ákvæðið sé þarft og margir lent í gjaldþroti eða á nauðungaruppboði vegna gengislána en fái ekki endurupptöku vegna þessa ákvæðis. Rafn segir þetta lagaákvæði hafa platað sig út í dýr málaferli. Hann hafi eytt miklum peningum og tíma í málaferli á grundvelli laga sem dómarar blási bara út af borðinu. Nú hafa tveir úrskurðir fallið um að lagaákvæðið sé óskýrt - og gagnist því ekki skuldurum eins og til var ætlast. Mánuður er síðan héraðsdómur hafnaði kröfu gjaldþrota konu á sömu forsendum. Rafn segir úrskurðinn í dag hafa mikil áhrif á sig og sitt starf, enda hafi hann auk þess tekið lán á heimili sitt til fjármagna framkvæmdirnar við Dimmuhvarf, sem átti að vera tímabundið þar til veðrými skapaðist við Dimmuhvarf. Það hvíli hins vegar enn á heimili hans. „Heimili mitt liggur undir bankanum." Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Dómstóll hefur nú tvívegis úrskurðað að lagaákvæði sem átti að hjálpa skuldurum gengislána - sé gagnslaust. Sýnir að björgunarlínan sem stjórnvöld ætluðu að kasta út til skuldara er ekki að virka, segir lögmaður Rafns Einarssonar, húsasmíða- og málarameistara, sem krafðist þess að nauðungarsala á húsi í hans eigu yrði endurupptekin. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni í dag. Málið snýst um hús við Dimmuhvarf 7 við Elliðavatn sem Rafn keypti árið 2007, gerði upp og setti á sölu undir lok sama árs. Hann tók tvö gengislán út á húsið til að fjármagna framkvæmdirnar sem voru í upphafi 23 milljónir króna en fóru hæst í 72 milljónir með áföllnum kostnaði vegna vanskila. Húsið var boðið upp og selt á nauðungarsölu í maí á þessu ári, löngu eftir að ámóta lán höfðu verið dæmd ólögmæt. Alþingi setti inn bráðabirgðaákvæði í vaxtalög um síðustu áramót til að bjarga fólki sem lent hafði í gjaldþroti eða á nauðungarsölu vegna ólögmætra gengislána, Rafn krafðist endurupptöku á nauðungarsölu á grundvelli þess ákvæðis, sem hljóðaði svo: „Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu." Kröfu Rafns var hafnað í dag. „Meðal annars á þeim grundvelli að lagabókstafurinn frá alþingi væri óskýr," segir Björgvin Halldór Björnsson, lögmaður Rafns. „Þannig að þessi björgunarlína sem að alþingi virðist í lok síðasta árs vera að kasta til skuldaranna, hún er ekki að virka." Hann telur lagasetninguna vanhugsaða, sem sé miður því ákvæðið sé þarft og margir lent í gjaldþroti eða á nauðungaruppboði vegna gengislána en fái ekki endurupptöku vegna þessa ákvæðis. Rafn segir þetta lagaákvæði hafa platað sig út í dýr málaferli. Hann hafi eytt miklum peningum og tíma í málaferli á grundvelli laga sem dómarar blási bara út af borðinu. Nú hafa tveir úrskurðir fallið um að lagaákvæðið sé óskýrt - og gagnist því ekki skuldurum eins og til var ætlast. Mánuður er síðan héraðsdómur hafnaði kröfu gjaldþrota konu á sömu forsendum. Rafn segir úrskurðinn í dag hafa mikil áhrif á sig og sitt starf, enda hafi hann auk þess tekið lán á heimili sitt til fjármagna framkvæmdirnar við Dimmuhvarf, sem átti að vera tímabundið þar til veðrými skapaðist við Dimmuhvarf. Það hvíli hins vegar enn á heimili hans. „Heimili mitt liggur undir bankanum."
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira